Matvælaráðherra fer með rangt mál.
Þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tók á móti um 48.000 undirskriftun gegn sjókvíaeldi á laxi sagpi ráðherra sagði hún málið í höndum Alþingis og það væri í höndum þingsins að taka afstöðu til þýðingar undirskriftanna.
Þetta er röng lagaleg staðhæfing sem er mikilvægt að leiðrétta. Við skorum á ráðherra að axla ábyrgð sína á málinu.
Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. þingskapalaga nr. 55/1991 má afturkalla frumvarp á hvaða stigi umræðu sem er.
Matvælaráðherra getur því afturkallað frumvarp sitt hvenær sem er fyrir afgreiðslu þess.
Ráðherra sem lagt hefur frumvarp fyrir Alþingi getur ekki komið sér undan því að taka afstöðu til athugasemda sem berast við það eftir framlagningu þess enda hefur hann áfram forræði á málinu.
Vilji Bjarkey halda frumvarpi sínu til streitu þrátt fyrir þær efnislegu athugasemdir gerðar hafa verið við það og þann mikla fjölda undirskrifta sem safnað hefur verið er henni auðvitað frjálst að gera það.
Hún getur hins vegar ekki borið því við að málið sé ekki í hennar höndum. Sú staðhæfing stenst ekki lagalega og er til þess fallin að afvegaleiða umræðu um ábyrgð á málinu.
Við skorum á matvælaráðherra að draga þetta stórhættulega frumvarp til baka.
Myndin er frá Austurvelli þegar matvælaráðherra tók á móti undirskriftunum.