Norski sjókvíaeldisiðnaðurinn stóð í vikunni fyrir samkomu þar sem upplýsinga- og almannatengslafulltrúar fyrirtækjanna auk utanaðkomandi ráðgjafa hittust til að ræða hvernig skal bregðast við neikvæðri umræðu um iðnaðinn.
Þarna var mikill fjöldi fólks saman kominn samkvæmt norskum fjölmiðlum.
Í greininni sem hér fylgir úr Dagens Næringsliv kemur fram að það sem brann á fundargestum var ekki hrikalegt dauðshlutfall eldislaxanna í sjókvíunum, stjórnlaus lúsaplága og illvígir sjúkdómar sem eldisdýrin þjást af, heldur hvernig væri hægt að breyta umræðunni.
Eða einsog greinarhöfundur orðar þetta: „Það er ódýrara að koma í veg fyrir strangari reglugerðir stjórnvalda með umræðunni en að bæta aðstæður í sjókvíunum.“
Nákvæmlega sama aðferðafræði er notuð hér.
Það er hinsvegar frábær vitnisburður um íslensku þjóðina að hún hefur séð beint í gegnum áróður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og talsmanna sjókvíaeldisfyrirtækjanna.
Andstaðan við þennan hrikalega iðnað er svo yfirgnæfandi mikil (65,4% á móti, 13,9% fylgjandi, rest tekur ekki afstöðu) að niðurstaðan getur bara orðið á einn veg. Það verður komið böndum á ömurlega starfshætti þessa iðnaðar sem mengar umhverfið, skaðar lífríkið og fer hryllilega með eldisdýrin sín.
Við biðjum ykkur að dreifa þessum skilaboðum sem víðast og ræða efnið við fjölskyldu, vini og kunningja.
Við stoppum þetta saman 💪