Fréttablaðið segir frá svartri skýrslu NINA í dag. „Villtir laxastofnar sem orðið hafa fyrir erfðabreytingum frá eldislaxi sem hefur sloppið, framleiða minna en stofnar sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum. Þeir framleiða færri gönguseiði og hafa hærri dánartíðni í sjó,“ segir NINA um þýðingu þessarar erfðablöndunar.
Þetta eru staðreyndir um skelfileg áhrif erfðamengunar frá þessum iðnaði. Við köllum það helspor sjókvíaeldisins og það skilur eftir sig óafturkræf ummerki í lífríkinu.
„Samkvæmt nýrri skýrslu Norsku náttúrufræðistofnunarinnar, NINA, eykst erfðablöndun laxa úr sjókvíaeldi við villta laxastofna Noregs. Hefur erfðabreytinga orðið vart í 67,5 prósentum laxastofnanna. Þar af eru áhrifin sögð nokkur eða mikil í 37,5 prósentum stofna. Blöndunin veiki mikilvæga eiginleika.
Eldislax sem hefur sloppið hefur orsakað stórar breytingar í fjórðungi laxastofna Noregs, segir norska náttúrufræðistofnunin, NINA, um nýjustu niðurstöður sínar varðandi ástand villtra laxastofna í Noregi. …
„Villtir laxastofnar sem orðið hafa fyrir erfðabreytingum frá eldislaxi sem hefur sloppið, framleiða minna en stofnar sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum. Þeir framleiða færri gönguseiði og hafa hærri dánartíðni í sjó,“ segir NINA um þýðingu þessarar erfðablöndunar.
„Erfðabreyttur, villtur lax sýnir vissar breytingar á mikilvægum eiginleikum eins og vaxtarhraða, aldri við göngu til sjávar, kynþroska og göngumynstur. Þetta eru breytingar sem taldar eru veikja aðlögun laxins að náttúrunni,“ undirstrikar norska náttúrufræðistofnunin.“