Viðbrögð forstjóra Arctic Fish, Stein Ove Tveten, við gagnrýni Bjarkar er lýsandi fyrir þann yfirgang og hroka sem stóru norsku sjókvíaeldisrisarnir hafa tamið sér. Tveten situr í starfi sínu hjá íslenska fyrirtækinu á vegum norska meirihlutaeigandans MOWI.
Þegar Björk bendir á allt það sem er rangt við þennan iðnað segir Norðmaðurinn að hún viti ekki hvað hún er að tala um.
Tveten ætti að líta í eigin barm. Hann er stjórnandi fyrirtækis sem annars vegar ber ábyrgð á einu stærsta umhverfisslysi Íslandssögunnar, þegar mörg þúsund eldislaxar sluppu vegna vanrækslu við eftirlit og viðhalds búnaðar, og hins vegar dýraníðsatburðar af áður óþekktri stærðargráðu þegar þurfti að grípa til neyðarslátrunar til að lina þjáningar um milljón eldislaxa vegna hversu hræðilega þeir voru farnir af lúsasmiti og bakteríusýkingum.
Þetta er bara það sem hefur gengið á síðustu tvo mánuði en Arctic Fish hefur áður farið þannig með eldislaxana sína að þeir drápust í stórum stíl í sjókvíunum.
Og munum líka að það er lögreglurannsókn í gangi á framferði Arctic Fish. Meint brot þýða að Tveten á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.
Í umfjöllun Ekstrabladet segir:
– Der er to norske milliardærer, og de fuckede alt op i Norge. Og nu kommer de til Island, varsler hun.
… Der er nemlig i højere og højere grad kommet intensivt lakseopdræt i Islands fjorde.
En industri, hun hævder ikke kun truer øens historiske vilde laks, men hele havøkologien. Det er en praksis, som er importeret fra Norge, hvor man via metoderne fremskynder fiskenes udvikling.
Og det er forbundet med alvorlige sygdomme, mener Björk.
Til gengæld hævder hun, at norske rigmænd får en masse penge.
– Folk siger, det er som bankkrisen, hvor nogle få mennesker tjener millioner, og ingen andre får noget, hævder hun.
– Vi (på Island, red.) var økologiske, før man overhovedet kunne være det. Men det, der er sket de seneste år, er, at opdrættet er startet med åbne bure.
– Hun ved intet
Det er en hård kritik af den norske lakseindustri.
Derfor har Dagbladet ladet Arctic Fish-direktøren, Stein Ove Tveten, komme til genmæle. Her mener man ikke, at Björk ved ret meget om, hvad hun taler om.
– Det er tydeligt, at hun ikke ved noget om vores industri, og det virker, som om hun har forudfattede meninger om, hvordan lakseopdræt finder sted, siger Tveten.
– 65.000 mennesker er ansat i den norske akvakulturindustri, som skaber enorm værdi langs landets kyst, og Mowi (lakseproducent, red.) er en af verdens mest bæredygtige producenter af dyreprodukter fire år i træk.