Enn eitt sleppislysið úr sjókvíaeldi hefur verið tilkynnt til norskra yfirvalda. Á þessu stigi er ekki vitað hversu margir eldislaxar sluppu úr kvínni, en í henni voru tveggja til þriggja kílóa fiskar.
Í meðfylgjandi frétt kemur fram að það sem liðið er af þessu ári hafa 300.000 eldislaxar sloppið úr sjókvíum við Noregi. Það er opinbera skráningin, samkvæmt uppgefnum tölum sjókvíeldisfyrirtækjanna sjálfra, en talið er að í raun sé þessi tala töluvert hærri.