Um síðustu helgi sluppu um 75.000 eldislaxar úr sjókví MOWI við Skotland þegar fyrsta lægð haustsins gekk yfir landið. Tvær Íslandstengingar eru í þessari frétt.
Annars vegar er MOWI móðurfélag Arctic Fish sem hefur ítrekað misst frá sér eldislax úr sjókvíum sínum á Vestfjörðum.
Hins vegar kemur fram að óveðrið hafi valdið því að akkerisfestingar sjókvíarinnar losnuðu og drógust til á sjárbotninum sem varði til þess að netapokinn rifnaði þegar hann rakst í flothringinn. Þetta nýjasta atvik um los á botnfestingum sjókvía, sem er alþekkt hætta, er beintengt fáránlegri tillögu um að gefa innviðaráðherra Íslands heimild til að veita undanþágu frá ákvæði fjarskiptalaga um að á helgunarsvæði fjarskiptastrengja megi ekki koma fyrir botnfestingum fyrir sjókvíaeldi.
Tillagan er augljóslega sniðin að hugmyndum Kaldvíkur um að koma sjókvíum í Seyðisfjörð þar sem er þó ekki pláss fyrir þær, meðal annars vegna þess að þar liggja um sjávarbotninn Farice sæstrengirnir, lífæð fjarskiptatenginga Íslands við umheiminn.
Þessi hugmynd og frumvarpsdrög hljóta að vera arfur frá fyrri ríkisstjórn sem dróg taum sjókvíaeldisins með afar óeðlilegum hætti.
Rétt einsog ákvæðið um burðarþol, sem bjó til hjáleið fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin framhjá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og leyfir þeim að losa i hafið gríðarlegt magn af lífrænni og ólífrænni mengun, er hugmyndin um undanþáguheimild ráðherra í fjarskiptalögum atlaga að lögum sem voru sett af ríkri ástæðu.
Þetta er pilsfaldakapítalismi í sinni tærustu mynd. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki að fara eftir sömu lögum og öll önnur atvinnustarfsemi.
Við trúum því ekki að þessi ríkisstjórn ætli að feta sama veg sérhagsmunagæslu á kostnað almannahagsmuna og við Íslendingar höfum alltof vonda reynslu af frá fyrri tíð.
Intrafish fjallar um sleppislys Mowi (Áskriftar krafist)
Around 75,000 fish with an average weight of 860 grams escaped from one of Mowi Scotland’s salmon farms in Loch Linnhe during Storm Amy last weekend, the company confirmed to IntraFish.
The salmon escaped from one pen at Mowi’s Gorsten seawater farm, after the site was battered by „severe winds“ during the storm.
„Initial investigations indicate that the intense weather conditions caused mooring anchors to drag, and this brought the pen net into contact with a flotation pipe subsequently causing a tear,“ Mowi Scotland said in a statement.