Norski fiskeldisrisinn SalMar stendur nú í stórum fjárfestingum í laxeldisbúnaði sem verður notaður á rúmsjó. Þar verður umhverfisógnin af eldinu með allt öðrum hætti en þegar sjókvíar með gamla laginu eru hafðar upp við land.
Á sama tíma og þessi fjárfesting í nýrri tækni á sér stað í Noregi er Salmar að gera nokkra einstaklinga hér á landi forríka með kaupum á hlut þeirra í félögum sem feara með kvóta í sjókvíaeldi, aðferð sem þekkt er að veldur mengun og ógnar lífríki.