Nú er svo komið að Matvælastofnun (MAST) hefur gefið út 28 leyfi frá 2017 fyrir eitrunum vegna laxalúsar í sjókvíaeldi á Vestfjörðum. Nú síðast um miðjan september á sjö eldissvæðum í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði.
Við hjá IWF höfum ítrekað bent á að þessar eitranir eru stórskaðlegt fyrir lífríkið og að róttækra breytinga sé þörf.
„Það liggur í hlutarins eðli að eitrið virkar líka á önnur skeldýr. Þess vegna hefur þetta áhrif langt út fyrir kvíarnar sjálfar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. Norskar rannsóknir sýni að eitrið leggist á marfló, rækju og humarlirfur sem dæmi. Samkvæmt skoskri rannsókn frá árinu 2019 finnst emamektín í 97 prósentum skeldýra á þeim stað þar sem eitrið hefur verið notað og hefur slæm áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. …
Samkvæmt Jóni skortir hér á landi kerfi framleiðslustýringar, áhættumat vegna lúsar þegar gefin eru út leyfi og viðurlög á fyrirtækin þegar lúsin fer yfir ákveðin mörk. Þetta sé á ábyrgð bæði löggjafans og MAST sem ráðgjafarstofnunar.
„Okkar lína er að sjókvíaeldi eigi ekki rétt á sér með núverandi aðferð. Opnir netapokar eru úrelt tækni. Ef á að stunda eldi í sjó verður að standa miklu betur að því og gera fyrirtækin ábyrg. Áhættan er lífríkisins og í dag er reikningurinn sendur þangað,“ segir Jón.“