Þetta eru góðar fréttir! Löngu tímabært skref. Vel gert Svandís. Morgunblaðið greinir frá.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu kemur fram að Laxa­vernd­ar­stofn­un­in NASCO hafi verið stofn­sett í Reykja­vík árið 1984 í þeim til­gangi að stuðla að vernd­un, upp­bygg­ingu og skyn­sam­legri nýt­ingu laxa­stofna í Norður Atlants­hafi. Íslend­ing­ar drógu aðild sína að stofn­un­inni til baka í lok árs 2009 í kjöl­far hruns ís­lenska banka­kerf­is­ins.

Nú­ver­andi meðlim­ir NASCO eru Banda­rík­in, Bret­land, Dan­mörk (fyr­ir Fær­eyj­ar og Græn­land), Evr­ópu­sam­bandið, Kan­ada, Nor­eg­ur og Rúss­land. Þar að auki eiga yfir 20 hags­muna­sam­tök áheyrn­araðild að NASCO.

„Ég tel mik­il­vægt, sem eitt af stofn­ríkj­um NASCO, að við séum virk í umræðunni og ger­um okk­ar besta til að efla enn frek­ar stöðu villtra laxa­stofna inn­an okk­ar vé­banda,“ er haft eftir Svandísi í tilkinningunni.

„Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra greindi frá þeirri ætl­un stjórn­valda að end­ur­vekja aðild Íslands að Laxa­vernd­un­ar­stofn­un­inni (NASCO) í dag. Svandís greindi frá þessu á ráðstefn­unni Salmon Summit sem hald­in er í Reykja­vík af Vernd­ar­sjóði villtra laxa­stofna (NASF).