Umhverfisstofnun Chile hefur afturkallað starfsleyfi norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Nova Austral vegna brota á skilyrðum þess og sektað fyrirtækið um tæplega eina milljón dollara.
Niðurstaða tveggja ára rannsóknar leiddi í ljós að norska fyrtækið hafði meðal annars ítrekað verið með meira af eldislaxi í sjókvíum sínum en það hafði leyfi fyrir og hafði mengunin valdið skaða á umhverfinu.
Brotin voru framin af ásetningi og í hagnaðarskyni.
Hér á landi hafa bæði Arnarlax og Arctic Fish orðið uppvís að ýmsum brotum án nokkurra afleiðinga. Þar á meðal að vera með of mikið af fiski í kvíum. Og þá notaði Arnarlax koparoxíðhúðuð net í átta ár þótt skýrt væri tekið fram í skilyrðum leyfa að það væri óheimilt án nokkurra afleiðinga fyrir fyrirtækið.
Þessar fréttir frá Chile eru merki um stefnubreytingu stjórnvalda þar í landi. Máttleysið og meðvirknin með þessum skaðlega iðnaði á Íslandi eru stórfurðuleg.