Við tökum undir allt það sem kemur fram í meðfylgjandi viðtali við Jón Helga Björnsson.

Ekki síst þennan hluta:

Jón Helgi segir aðeins einn jákvæðan hlut hafa komið út úr vinnu fyrri ríkisstjórnar hvað varðar vernd íslenska laxastofnsins. „Það var friðun Eyjafjarðarár. Annars var allt meira og minna til að styrkja stöðu fiskeldisins á kostnað náttúrunnar. Ef menn nota þann grunn að nýjum lögum um þetta málefni þá eru menn einfaldlega að taka ákvörðun um það að útrýma þessum laxastofnum.“

Viðtalið birtist á RÚV.is

Formenn veiðifélaga um allt land hafa þungar áhyggjur af stöðu villta laxins. Landssamband veiðifélaga átti fund með formönnum veiðifélaga og leigutökum í gær.

Á fundinum voru félagsmenn hvattir til að vera á varðbergi gagnvart eldislöxum í ám sínum. Þá voru líka gerðar viðbragðsáætlanir. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir flókið að glíma við eldislaxa í laxveiðiám. Reynt verði að veiða þessa fiska. …

Jón Helgi kveðst hissa á viðbrögðum atvinnuráðherra og að hún skuli ekki taka sterkari afstöðu með íslenskri náttúru. Í fréttum í gær talaði ráðherra fyrir því að gerður yrði skýr rammi fyrir þessa atvinnugrein. Hún segir ríkisstjórnina vinna að því á grunni vinnu síðustu ríkisstjórnar.