Sko til!

“Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.”

Framhald á morgun.

Frétt Stjórnarráðsins:

Þann 25. október sl. svaraði matvælaráðherra fyrirspurn varðandi laxeldi frá þingmanninum Brynju Dan Gunnarsdóttur.

Síðasti liður fyrirspurnarinnar af fjórum sneri að erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna, og var spurt hvort ráðherra teldi þörf á að bregðast við vísbendingum um slíkt með einhverjum hætti.

Í svarinu kom fram að ráðherra lítur strok eldislaxa mjög alvarlegum augum. Þá kemur einnig fram að ráðherra hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun yfirfara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar, en jafnframt afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hópurinn mun gera tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.

Komið hefur í ljós að svar við fyrirspurninni var ekki byggt á nægilega tryggum upplýsingum. Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.

Unnið er að því að uppfæra fyrirspurnina og verður hún send Alþingi eigi síðar en á morgun, 28. október.