Stjórnandi hjá Dýralæknastofnun Noregs segir að sjókvíaeldisiðnaðurinn við landið sé ekki sjálfbær og stundi kerfisbundin brot á lögum um velferð dýra. Bendir hann meðal annars á notkun hrongkelsa við lúsahreinsun í sjókvíunum en vitað er að hrognkelsin munu öll drepast.

Rúmlega 50 milljón hrognkelsa drepast í þessum iðnaði á hverju ári í Noregi eða svipaður fjöldi og drepst af laxi í kvíunum.

Hrognkelsin, sem iðnaðurinn notar, koma úr eldi að hluta til en eru líka veidd úr villtum stofnum gagngert til að senda þau ofan í sjókvíarnar þaðan sem sem þau eiga ekki afturkvæmt.

Sjá umfjöllun Dagens Næringsliv en þar segir Edgar Brun hjá Veterinærinstituttet m.a.:

“– Er den, i det store bildet, bærekraftig i dag?

– Nei, det vil jeg si den ikke er. Vi opplever at næringen gjør veldig mye positivt for å bli bærekraftig, blant annet på fôrsiden, men det er klart at bærekraften i utfordres kraftig av lus, sykdom og slike ting. Tar du med hele regnskapet, fra soya til fôr som fraktes fra Brasil til Norge til laksen fraktes med fly og ender på tallerkenen til en koreaner, er det utvilsomt negativt. I dette bildet kan vi ikke si at norsk oppdrett er bærekraftig, sier han.”

Fyrir stuttu var greint frá því að Norska Efnahagsbrotalögreglan hefði hafið rannsókn á sjókvíaeldisiðnaðinum fyrir víðtækum lögbrotum , m.a. á lögum um dýravelferð.