Norski ríkisfjölmiðillinn NRK var að birta sláandi úttekt um faraldur alvarlegra öndunarfærasjúkdóma sem leggst á starfsfólk sem vinnur við slátrun og pökkun á eldislaxi.
Í fréttaskýringu NRK er rætti við Carl Fredrik Fagernæs, lækni sem vinnur að doktorsverkefni um faraldurinn. Tugir áður heilbrigðra ungra einstaklinga hafa veiktst og þurft að hætta störfum.
Niðurstaða Fagernæs er að fólkið hafi fengið það sem hann kallar „laxaastma“ þegar það andaði að sér vatnsúða við störf sín en þar sem unnið er með eldislax inniheldur úðinn örsmáar agnir af laxaholdi, roði, beinum, sveppasýkingu og bakteríur.
Áður hefur komið fram að eldislaxar í sjókvíum eru almennt óheilbrigðar skepnur sem þjást að jafnaði af fjölda veiru- og bakteríusýkinga. Að auki hafa eldislaxarnir iðulega gengið í gegnum ítrekaðar meðferðir með skordýraeitri og lyfjum vegna sníkjudýra.
Nánar má lesa um þennan þennan nýja atvinnusjúkdóm á vef NRK.