Samvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands eru verðmæti lax- og silungsveiða á Íslandi samtals 170 milljarðar og á þessu ári má rekja tæplega 9 milljarða landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða.

Í skýrslunni kemur fram að tekjur af stangveiði er ein meginstoð landbúnaðar á Íslandi. Þegar landið er tekið í heild eru tekjur af stangveiði 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Lægst er hlutfallið á Vestfjörðum, 9 prósent, en hæst á Vesturlandi þar sem tekjur af stangveiði eru 69% af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði, og næst hæst á Austurlandi þar sem það er 34 prósent.

„Þessar tölur sýna hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir dreifbýli á Íslandi og hversu stór hluti tekna í landbúnaði kemur frá lax og silungsveiði,“ segir Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga.

Bændablaðið fjallar ítarlega um skýrsluna í nýjasta tölublaði sínum.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/521822518285316/?type=3&theater