Stærsti eigandi Arnarlax, norska félagið Salmar, hefur kynnt áform um byggingu risavaxinnar úthafs laxeldisstöðvar. Stöðin er svo stór að ekki er til skipasmíðastöð í Noregi sem ræður við verkefnið og verður hún því smíðuð í Kína.
Þegar stöðin er tilbúin verður henni komið fyrir á rúmsjó langt frá landi. Stærðarinnar vegna mun hún kalla á sérsmíðaða brunn- og fóðurbáta.
Forstjóri og aðaleigandi Salmar segir að verkefni sem þessi séu forsenda þess að laxeldi geti haldið áfram að vaxa við Noreg. Þar er ekki horft á opnar sjókvíar nálægt landi sem tækifæri til vaxtar, enda mun aldrei verða sátt um þá frumstæðu tækni vegna þeirra miklu mengunar sem streymir frá sjókvíunum og reglulegra og stöðugra sleppi eldisfiska í náttúruna.