Tuttugu þúsund tonna landeldisstöð er að rísa við Þorlákshöfn. Forsprakki verkefnisins, Ingólfur Snorrason, segir i frétt RÚV að strax í upphafi hafi verið ákveðið að hafa þetta eldi uppi á landi.
„Það er ekki bara að það er mikið af fólki á þessari jörð sem við lifum á, heldur er það bara þannig að neytendur eru orðnir mjög meðvitaðir um umhverfisvernd, og umgengni um umhverfið,“ segir Ingólfur.
„Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.
Í landi Ölfuss, skammt vestur af Þorlákshöfn, eru hafnar framkvæmdir við laxeldisstöð á landi, sem verður stærsta landeldisstöð á Íslandi, og þótt víðar væri leitað. Það eru sex Íslendingar sem stofnuðu fyrirtækið Landeldi ehf. sem standa að verkefninu.“