Gat sem var um það bil tveir sinnum tveir metrar að stærð hefur fundist á netapoka sjókvíar Arnarlax í Arnarfirði. Í kvínni vorum um 120.000 laxar að meðalþyngd 0,8 kg þegar gatið uppgötvaðist.
Á þessari stundu er ekki vitað hve margir eldislaxar sluppu útum þetta fjögurra fermetra gat og verður líklega aldrei að fullu ljóst. Fiskur af þessari stærð á eftir að vera lengi í sjókví áður en kemur að slátrun og eins og er þekkt eru skráð afföll á eldistímanum mikil hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum.
Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar er viðgerð lokið.
Óhöpp sem þessi eru ein af mörgum ástæðum þess að sjókvíaeldi í opnum netapokum er úrelt aðferð. Spurningin er ekki hvort net rifna heldur hvenær.
Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.