Í þessu viðtali við Austurfrétt talar Sigfinnur Mikelsson sem hefur reynslu af sjókvíaeldi á Austfjörðum. Hann bendir á að sporin hræða, þörungarblómi og ýmsar staðbundnar aðstæður hafa ítrekað valdið miklum búsifjum í eldinu: „Vorið 1997 drapst svo til allur stærsti fiskurinn á einni nóttu. Við komum út að morgni og kvíarnar voru lagstar saman því fiskurinn var allur kominn í botninn.“

Þetta var í Seyðisfirði, nokkrum árum síðan drápu marglyttur allan fisk í sjókvíum í Mjóafirði. Í framhaldi af því lagðist sjókvíaeldi svo til af á Austfjörðum í nokkur ár. Nú er það hafið aftur og eldislaxarnir halda áfram að stráfalla í sjókvíunum.

Í fyrrasumar drapst gríðarlegt magn af eldislaxi vegna þörungablóma á Austfjörðum og í nóvember síðastliðnum breiddist banvæn blóðþorra veirusýking út í sjókvíeldi Laxa í Reyðarfirði. Enginn lærdómur hefur verið dregin af sögunni. Gróðrarvonin er greinilega miklu sterkari en áhyggjur af velferð eldisdýranna.

Þetta er sorgleg framganga. Stjórnvöld þurfa að grípa í taumana.

Í viðtalinu segir Sigfinnur að sjókvíaeldi á Austfjörðum ætti að vera sjálfdautt:

Sigfinnur bendir á að þörungarnir og marglytturnar hafi aðallega sést á svæðinu frá Fáskrúðsfirði og norður eftir. Eldið í Berufirði virðist hins vegar hafa sloppið auk þess sem þessi vandamál hafa ekki komið upp á Vestfjörðum. „Það virðist vera eitthvað í umhverfinu hér á norðanverðum Austfjörðum. Að mínu mati er ekki hægt að tala léttvægt um þessa þætti þegar þeir valda 30-40% afföllum. Það virðist skipta mestu máli að fá eldisleyfin og arðinn sem samið hefur verið um ef það tekst, heldur en hvort það sé hægt að reka eldið.“

Sigfinnur, sem í dag hefur skipað sér í lið þeirra sem berjast gegn fyrirætlunum um fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, varar líka við áhrifum fiskeldisins á annað lífríki í firðinum. „Norðmenn eru að vakna upp við vondan draum því lífríki í fjörðunum þar er steindautt. Úrgangurinn af 10.000 tonna eldi hér yrði eins og frá 150-60 þúsund manna borg. Þetta breytir firðinum í fúlapott og þurrkar upp lífríkið.“