Nú er það að gerast sem átti ekki og mátti ekki gerast. Sjókvíaeldi á norskum eldislaxi í opnum netapokum er að fara í Djúpið.
Skömm þeirra er mikil sem heimiluðu þessi spellvirki.
Veiga Grétarsdóttir deilir þessum myndum á Facebook:
„Sorgardagur fyrir alla náttúruunendur og þá sem hafa verið að byggja upp ferðaþjónustu hér við Ísafjarðardjúp.
Veit ekki hversu marga ferðamenn ég hef farið með í kayakferðir útí Vigur og svæðið í kring.
Þeir hafa einmitt heillast af allri þessari ósnertru náttúru sem við eigum sem nú er verið að eyðileggja.
Ég get bara ekki með nokkru móti skilið hvernig fólk getur talið sér trú um að þetta sé umhverfisvænt og sjálfbært.“