Slysin gerast víða í fiskeldi, líka þar sem það er á landi. Hér er frétt um að 17 ófrjóir regnbogasilungar hafi sloppið ofan í niðurfall hjá N-lax á Húsavík og hluti þeirra hafi komist í fráveitukerfi bæjarins.
„Við slátrun úr einu eldiskeri fyrirtækisins losnaði rist af niðurfallsröri í kerinu. Við það komust fiskar í frárennsli stöðvarinnar sem rennur í fráveitukerfi Húsavíkur. Því er ljóst að eldisfiskar bárust í fráveitu bæjarins. Matvælastofnun útilokar ekki að lifandi fiskur hafi borist til sjávar. … Regnbogasilungurinn er ófrjór og getur því ekki fjölgað sér í náttúrunni, hafi hann komist í sjóinn. Regnbogasilungar sem sloppið hafa úr eldi hafa veiðst í ám um mestallt land síðustu ár.“