Í tvö skipti af þeim þremur sem tilkynnt hefur verið um að seiði hafi sloppið úr landeldi tengist það flutningi þeirra í sjókvíar.
Þetta mun aldrei stoppa svo lengi sem sjókvíeldi er leyft.
RÚV fjallaði um þetta síðasta sleppislys:
Allt að þrjú hundruð sjógönguhæf laxaseiði fóru í sjóinn eftir óhapp við dælingu úr landeldisstöð fyrirtækisins Kaldavík á Kópaskeri í sumar.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óhappið hafi orðið 30. júlí þegar laxaseiðum úr landeldisstöð fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri var dælt yfir í brunnbátinn Ronja Fjord. Barki sem notaður var við flutninginn reyndist hafa farið í sundur á þilfari bátsins. Var flutningurinn stöðvaður þegar lekinn uppgötvaðist en ljóst er að allt að 300 sjógönguhæf laxaseiði fóru í sjóinn.
…
Þetta er minnst þriðja óhappið sem verður í landeldisstöð á skömmum tíma. Þann 10. maí tilkynnti Matvælastofnun um óhapp í fiskeldisstöð Samherja í Öxarfirði þegar hátt í fimm þúsund laxaseiði sluppu þegar flæddi upp úr keri.
Í lok maí sluppu svo laxaseiði úr eldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST var vörnum ábótavant hjá fyrirtækinu til að bregðast við strokinu