Sjókvíaeldisfyrirtækin við Skotland hafa óskað eftir bótum frá yfirvöldum fyrir eldislax sem drepst í sjókvíunum af völdum sels. Talið er að um 500.000 eldislaxar drepist árlega í sjókvíum við Skotland þegar selir komast í kvíarnar eða vegna streitu í kjölfar ágangs sela við netapokana.
Sjókvíaeldisiðnaðurinn við Skotland hefur verið stórtækur í seladrápi en nýlega gengu í gildi lög sem banna að selir séu drepnir við sjókvíarnar. Lögin voru sett til að vernda útflutning á eldislaxi til Bandaríkjanna, en reglur þar í landi banna sölu afurða þar sem selir eru drepnir við framleiðsluna.
Allt er þetta mál með miklum ólíkindum og sýnir vel frekju og yfirgang þeirra sem stjórna þessum iðnaði. Engu er eirt í náttúrunni og svo krafist bóta frá hinu opinbera ef ekki er hægt að sveigja lífríkið undir þeirra hæl enn freklegar en nú þegar er orðið.
Eins og við höfum sagt frá áður er nú tekist á í réttarsal í Noregi hópmálsókn norska sjókvíaeldisiðnaðarins sem vill fá hnekkt framleiðslustýringu Hafrannsóknastofnunarinnar þegar lúsasmit fer yfir tiltekin mörk í sjókvíunum. Kerfi sem allir náttúruverndarsinnar eru sammála um að er alltof meðvirkt iðnaðinum. En iðnaðurinn er óseðjandi. Vill helst engar kvaðir.
Sjá umfjöllun The Herald.