Skordýraeitur er uppistaðan í viðbrögðum sjókvíaeldisfyrirtækja við lúsaplágunni sem þjakar þennan iðnað með ömurlegum afleiðingum fyrir eldisdýrin og lífríkið í nágrenni kvíanna. Í Skotlandi er nú til skoðunar af hálfu sjókvíaeldisfyrirtækjanna að nota eiturefni sem bandarísk stjórnvöld hafa flokkað sem „umhverfisógn“ samkvæmt frétt The Guardian.
Hér við land hafa sjókvíaeldisfyrirtækin ítrekað notað lyfjafóður og skordýraeitrið deltamethrin en báðum efnum er hellt í opin sjó. Notkun á deltamethring hefur víða verið harðlega gagnrýnd, þar á meðal í Noregi og hér á landi.
Norskar rannsóknir sýna að mjög lítið magn af því drepur til dæmis rækju og lirfu humarsins.
Eitranir vegna lúsar í sjókvíum við Ísland:
2017 – maí: Lyfjaböðun Deltamethrin Arnarfjörður
2017 – október: SliceVet Dýrafirði
2018 – júní: Lyfjaböðun Deltamethrin (Alpha Max) við Laugardal í Arnarfirði
2018 – júní: Lyfjaböðun Deltamethrin við Steinanes í Tálknafirði
2018 – september: SliceVet við Steinanes í Arnarfirði
2018 – október: SliceVet Hringsdal í Arnarfirði
2019 – september: SliceVet Tjaldanesi í Arnarfirði
2019 – september: Lyfjaböðun Deltamethrin Hringsdal
2019 – nóvember: Lyfjaböðun Deltamethrin Eyrarhlíð í Dýrafirði
2020 – maí: Lyfjaböðun Deltamethrin við Tjaldanes í Arnarfirði.
2020 – september: SliceVet við Haukadalsbót í Dýrafirði
2020 – september: SliceVet við Gemlufall í Dýrafirði.
2020 – október: SliceVet við Steinanes í Arnarfirði
2020 – nóvember: SliceVet við Laugardal í Tálknafirði
Skv. The Guardian:
„The Scottish government appears ready to approve a banned insecticide blamed for destroying bee populations for use in Scottish salmon farms, according to internal documents seen by the Guardian, as MEPs warn of its potentially “devastating” impact on aquatic life.
The insecticide is one of three nicotine-based, or neonicotinoid, chemicals banned by the European Union in 2018 for agricultural use on crops, a decision upheld this month by the EU’s top court, the European court of justice, which rejected an appeal by the Bayer chemical multinational. The ban does not apply to rivers or the sea.
US government scientists have described the insecticide imidacloprid as an “environmental hazard” that can be “very toxic to aquatic life with long-lasting effects”.“