Um 800 þúsund eldislaxar drápust í sjókvíum hér við land fyrstu þrjá mánuði ársins. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það á við um tífaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins.

Þetta er ömurleg meðferð á dýrum. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Samkvæmt umfjöllun Stundarinnar:

„Veðurhamurinn sem gekk yfir Austfirði í janúar á þessu ári leiddi til stórfellds laxadauða hjá laxeldinu Löxum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Fuglanet í laxeldiskvíum frusu og lögðust inn í sjókvíarnar með þeim afleiðingum að íshrönglið á fuglanetunum skaðaði hreistur eldislaxana. Þetta olli roðsárum auk þess veðurofsinn kastaði löxunum utan í kvíarnar sem olli enn frekari sárum á fiskunum. …

Í heildina, á landinu öllu, var að ræða afföll upp á rúm 2.300 tonn á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár. Þetta er rúmlega 500 tonnum meira en laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækjum landsins á sama tíma í fyrra – 1.766 tonn –  þegar veðurofsi var mikill á Vestfjörðum og laxeldisfyrirtækið Arnarlax varð fyrir miklum laxadauða sem vakti alþjóðlega athygli. … Því var um að ræð rúmlega 9 sinnum fleiri eldislaxa sem drápust á þessu tímabili en sem nemur íslenska laxastofninum.“