Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki heims og móðurfélag Arctic Fish, MOWI, hefur óskað eftir því að fá að vita fyrirfram um óboðaðar eftirlitsheimsóknir að sjókvíum þess í Noregi.
Þessi fyrirtæki virðast halda að þau eigi að komast upp með að fá afslátt af kerfi sem er nú þegar sniðið að þeirra hagsmunum frekar en velferð eldisdýranna og vernd náttúrunnar. Engin virðing er borin fyrir rammanum sem á að gilda um starfsemina.
Í erindi sem afbrotafræðingurinn og prófessor við Lögregluháskóla Noregs, Paul Larsson, hélt á ráðstefnu Háskólans á Akureyri 5. október, kom fram að eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjunum í Noregi er mjög takmarkað og að í níu af tíu eftirlitsheimsóknum koma fram brot á reglum og lögum um starfsemina.
Ekkert óboðað eftirlit er hér á landi með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Starfsfólk Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar þarf að biðja um far með bátum fyrirtækjanna til að skoða sjókvíarnar.
Fjallað var um þessar fáránlegu hugmyndir í fagmiðlinum Intrafish (áskriftar krafist).
„Mowi ville ha førehandsbeskjed om umelde tilsyn frå Mattilsynet. Dette fekk dei til svar
Verdas største lakseoppdrettar bad om å få minst 15 minutts varsling før såkalla umelde besøk frå myndigheitene. Dei meiner besøka kan opplevast skremmande for dei tilsette.
– Vi er positive til umelde besøk, men som eg sa på telefonen, blir dette oppfatta som skremmande for enkelte tilsette, med kystvakt, uniform og 0 varsling på førehand.
Det skreiv regiondirektøren i Mowi region Midt, Olaf Skjærvik, i ein e-post til Mattilsynet i førre veke.
Der bad han om å få varsling før dei såkalla umelde besøka.“