Sænski rannsóknarblaðamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Mikael Frödin þarf nú að verjast fyrir rétti í Noregi málsókn af hálfu norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Grieg. Fyrirtækið sakar hann um glæpsamlegt athæfi þegar hann kafaði í óleyfi í einum af sjókvíum þess í Altafirði í fyrra.
Frödin viðurkennir að hann hafi verið á svæði Grieg án leyfis en hafnar því alfarið að hann hafi þar með framið glæp. Þvert á móti hafi hann verið þar að safna efni um mengun og illa meðferð eldisdýranna sem varði hagsmuni almennings og eigi því erindi til fólks.
Ljósmyndir og myndskeið, sem Frödin tók þegar hann kafaði í kví Grieg, sýna meðal annars bæði fjölda vanskapaðra eldislaxa og fiska sem eru með opin sár vegna lúsafárs.
Frödin vinnur að heimildarmynd um áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og villta laxastofna.
Frétt norska fjölmiðilsins Dagens Næringsliv um þetta mál sem hefur vakið mikla athygli í Noregi og víðar.