Einkafyrirtæki sem borga nánast enga tekjuskatta í ríkissjóð eru að rústa vegakerfi landsins.
Sjókvíaeldið hefur kostað ríkissjóð milljarða tjón á hringveginum á mörg hundruð kílómetra kafla.
Einn þungaflutningsbíll slítur vegum á við 10.000 fólksbíla.
„…það var enginn að velta fyrir sér að það kæmu tugir þúsunda tonna af fiski pakkaður í umbúðir á þessum vegi þegar menn voru að laga hann á tíunda áratug síðustu alda.“ Vitnar hún þá til flutninga á sjávarafurðum sem eiga sér stað allan sólarhringinn úr fiskeldum á sunnanverðum vestfjörðum,“
Vegamálastjóri er viðmælandi í þessari frétt Morgunblaðsins.
„Við náttúrulega viðurkennum ekki að vegirnir séu ónýtir en það held ég að menn sjái það nú sem keyra norður í land,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.
…
Hún segir álagið á vegakerfið hafa stóraukist í tengslum við uppbyggingu á landsbyggðinni og nefnir þar fiskeldi og ferðaþjónustu sem dæmi og segir álagið dreifast um landið. „það er mikið fiskeldi á austfjörðum og það er mikið fiskeldi á vestfjörðum, það er mikið álag á suðurlandsundirlendinu því það er þyngri ferðamannastraumur þar, þetta er svo sem víða.“
Burðarlag vega í Reykhólahrepp og Dalabyggð gaf sig snemma í vor og fór slitlag þar mjög illa á löngum köflum. Því var ákveðið að fræsa slitlagið á þessum köflum saman við burðarlög vegarins, hefla út og þjappa. Þannig hafa vegirnir verið síðan í byrjun mars en til stendur að klæða þá í sumar.
Bergþóra segir að vegurinn á þessu svæði sé í rauninni frá 1930 og endurbyggður á árunum 1980 til 1990.
„En náttúrulega með allt aðrar álagshugmyndir, það var enginn að velta fyrir sér að það kæmu tugir þúsunda tonna af fiski pakkaður í umbúðir á þessum vegi þegar menn voru að laga hann á tíunda áratug síðustu alda.“ Vitnar hún þá til flutninga á sjávarafurðum sem eiga sér stað allan sólarhringinn úr fiskeldum á sunnanverðum vestfjörðum. …
Nú með tilkomu aukinna þungaflutninga um landið, hefur Vegagerðin eitthvað íhugað það að beita sér fyrir því að sjóleiðin verði notuð meira til að hlífa vegunum?
„Við vitum það að sjóleiðin er notuð meira en var og það hefur ekki farið hátt en strandflutningar hafa aukist og við höfum alveg rætt við fyrirtæki sem eru að nýta strandflutninga og við höfum auðvitað hvatt til þess,” segir Bergþóra.
Hún segir að aftur á móti séu margar tegundir flutninga sem henti ekki til strandflutninga, menn þurfi að sín aðföng frá degi til dags og að flutningar laxaafurða séu mjög tímaháðar þannig að keyrt sé með þær á nóttu sem degi og í flug jafnvel.
„Ég held að Norðmennirnir segi það þannig að það sé ekkert jafn tímabundið og dauður lax,“ segir Bergþóra.
„Það eru engar patentlausnir í þessu en auðvitað erum við ofboðslega ánægð með það þegar skipaflutningar geta komið í stað landflutninga, eða strandflutningar,“ segir Bergþóra að lokum.