Norskir sjókvíaeldismenn eru að valda usla og stórfelldu umhverfistjóni með sinni frumstæðu tækni í laxeldi víða um heim.
Frá Chile voru að berast þær fréttir að 680 þúsund laxar eru sloppnir frá laxeldisstöð sem er í eigu norska fyrirtækisins Marine Harvest.
Hvað ætli margir laxar hafi sloppið úr götóttri kví Arnarlax í Tálknafirði? Fyrirtækið er að meirihluta í norskri eigu.
Takið eftir því að samkvæmt fréttinni voru þessar kvíar sjósettar í fyrra. Eru sem sagt af þeirri nýjustu gerð sem talsmenn norsku fyrirtækjanna hér á landi segja að við eigum að treysta.