Hér fjallar norski frettamiðillinn Ilaks um fyrirhugaða sameiningu stóru tveggja sjókvíaeldisfyrirtækjanna á Vestfjörðum. Útgangspunktur er hagræðingin sem næst fram: „Et kombinert selskap vil også klare seg med færre brønnbåter, arbeidsbåter og fôrbåter.“
Færri brunnbátar, færri þjónustustubátar og færri fóðurbátar. Með öðrum færri, færri og færri störf.
Þetta þarf ekkert að koma á óvart. Í Noregi var þróunin sú að magnið af eldislaxi í sjókvíum margfaldaðist en störfunum á landi ekki.
Veiran sem veldur blóðþorra hefur nú þurrkað út sjókvíaeldi á Austfjörðum þannig að engin slátrun verður á eldislaxi þar á næsta ári. Engin atvinna.
Það er tær fáviska að ætla að byggja framtíð brothættra byggða á svona einhæfri og plássfrekri starfsemi. Saga sjókvíaeldis i öðrum löndum hefur fyrir löngu sagt okkur að þessar manngerðu hörmungar fylgja þessum iðnaði, sem þar að auki skaðar umhverfið og lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin.
Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.