Á hverjum degi drepast milli 150 og 160 þúsund svokallaðir hreinsifiskar í sjókvíum við Noregi. Á ársgrundvelli er talan 50 til 60 milljónir. Þetta er dýraníð án hliðstæðu segir norskur fyrrverandi prófessor í dýralækningum.

Hreinisfiskarnir eru aðallega hrognkelsi sem er sleppt í sjókvíarnar í þeim tilgangi að halda laxalúsinni niðri. Hrognkelsið er ræktað í þessum tilgangi en líka er sóttur villtur fiskur og honum sleppt í sjókvíarnar. Rannsóknir sýna að við lok hverrar eldislotu hefur nánast allur hreinsifiskurinn sem settur er í kvíarnar drepist.

Sjálfur laxinn á ekkert sældarlíf í sjókvíunum. Á hverju ári drepast 53 milljónir laxa í kvíum við Noreg. Hefur þessum skelfilega iðnaði ekkert gengið að bæta ráð sitt í meðferð eldisdýranna þrátt fyrir endurteknar heitstrengingar þar um.

Laxeldi í sjókvíum er einfaldlega óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Sjá umfjöllun Dagens Næringsliv.