Norskir rækjusjómenn eiga erfiða tíma. Eitt af öðru hverfa fyrrum gjöful rækjumið í fjörðum þar sem sjókvíaeldi á laxi er stundað. Sjómennirnir efast ekki um tengslin þar á milli. Enda engin ástæða til. Eitrið sem notað er í sjókvíaeldinu gegn laxalúsinni drepur rækju líka.
Rannsóknir hafa sýnt að eitrið dreifist víðar í kringum sjókvíarnar og minna magn er banvænt fyrir rækjuna en var talið áður.
Um þessa sorglegu stöðu er fjallað í meðfylgjandi grein sem var að birtast í hinu norska Fiskeribladet: „Ill hönd hefur lagst yfir firðina hér“.