Mengunin frá opnu sjókvíaeldi á laxi birtist með ýmsum hætti.
1) Skólpmengunin sem streymir beint í gegnum netamöskvana er gríðarleg. Þetta er ekki hugguleg samsetning. Samanstendur af skít, fóðurleifum, lyfjum og skordýraeitri sem er notað á laxalús.
2) Ásætuvörnin sem inniheldur þungmálma brotnar af netunum, hleðst upp í botnlögunum og eyðist aldrei úr náttúrunni.
3) Sleppifiskar menga villta stofna með erfðablöndun.
4) Míkróplasti er dælt í sjóinn stórum stíl því plastnotkunin er gegndarlaus í þessum iðnaði.
5) Í þessari grein sem birtist á norska vefnum forskning.no er svo vakin athygli á enn einum skaðanum sem opið sjókvíaeldi veldur á umhverfinu vegna viðbætts sinks í fóðri eldislaxinn. Sink er nauðsynlegt fyrir þroska og velferð laxins en hættulegt umhverfinu þegar það safnast þar saman. Af þeirri ástæðu hefur Evrópusambandið hert lög um sinkinnihald í fóðri en því er sprautað um plaströr beint í opinn sjó í kvíunum í gríðarlegu magni.
Í greininni kemur fram að líklega þarf að herða enn frekar á hámarksmagni af sinki í fóðrinu svo það valdi ekki umhverfisskaða. Þá er sinkinnihaldið hins vegar orðið það lítið að það dugar mögulega ekki eldislöxunum til að ná þroska.
Svona er þessi iðnaður í hnotskurn. Vondur fyrir umhverfið, villta lífríkið og eldisdýrin.
Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.