Tilgangur samstöðufundarins var einnig að minna á fjársöfnun sem VÁ! og Landvernd hafa sett í gang til að standa straum af kostnaði vegna málshöfðunar til ógildingar á strandsvæðaskipulagi Austfjarða.
Öll framlög í sjóðinn renna óskert til baráttu Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi í firðinum.
Hægt er að leggja inn á sjóðinn hér:
0344-13-030252
KT 630802-2370
Áfram Seyðisfjörður!
„Félagasamtökin VÁ! stóðu í gær fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði þar sem sjókvíaeldi í firðinum var mótmælt. Vakin var athygli á að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru mótfallin áformum um sjókvíaeldi á laxi í firðinum.
Í tilkynningu segir að seyðfirsk gleði hafi ríkt á fundinum. Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur og GRÓA hafi meðal annars troðið upp og fulltrúar Landverndar og Íslenska náttúruverndarsjóðsins ásamt félagsmönnum VÁ! hafi flutt ávarp.
Á fundinum var vakin athygli á að meiri hluti bæjarins sé mótfallinn áformum um sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala í firðinum. Þá var þess krafist að stjórnvöld tryggi vernd umhverfis og lífríkis Seyðisfjarðar með.
„Við viljum ekki að fallegi fjörðurinn okkar verði eyðilagður af sjókvíaeldi,“ sagði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir einn skipuleggjenda fundarins.“