Baráttan gegn sjókvíaeldi, verksmiðjubúskap og slæmri umgengni við náttúruna nær þvert yfir allar flokkslínur. Í öllum stjórnmálaflokkum er að finna fólk sem vill gera betur í þessum efnum og áttar sig á því að það er ekki aðeins siðferðilega rétt heldur líka skynsamlegt af efnahagslegum ástæðum þegar horft er til langtímahagsmuna fjöldans en ekki skammtímagróðra fárra.
Við mælum með þessum ritdómi hins íhaldssama breska tímarits Spectator um bókina How to Love Animals eftir blaðamanninn Henry Mance, sem skrifar fyrir Financial Times. Þar fer hann yfir skelfilegt háttalag mannkyns gagnvart dýrum jarðarinnar og útlistar hvernig við getum bætt ráð okkar.
Eftir lestur á kaflanum um lúsapláguna í sjókvíaeldi er alveg ljóst að höfundur ritdómsins mun ekki leggja sé eldislax úr sjókvíum aftur til muns.