NÝ FRÉTT! Bæjarins besta fjallar um stór göt sem hafa uppgötvast á kvíum Arnarlax.
Þetta eru risagöt. Annað er 100 x 50 cm og hitt er 100 x 70 cm. Ekki leikur vafi á því að Arnarlax óttast að fiskur hafi sloppið út því samkvæmt fréttinni hafa starfsmenn fyrirtækisins verið að leggja reknet í kringum kvína.
Það er algjörlega óásættanlegt að stjórnvöld ætli að gefa út leyfi fyrir því að fleiri sjókvíar verði settar í sjóinn við Ísland. Eins og hefur verið margítrekað þá er þessi tækni, netapoki í sjó, svo frumstæð að hún mun alltaf klikka. Net rifna. Þetta er ekki flóknara.
Ekki er orð um þetta slys að finna á heimasíðu Matvælastofnunar, sem á að hafa eftirlit með þessari starfsemi.