Þessi frétt var að berast frá MAST. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Arnarlax um gat á netapoka sjókjvíar við Laugardal í Tálknafirði. Í kvínni voru 179.000 fiskar og er ekki vitað á þessari stundu hvort og þá hversu margir fiska sluppu. Meðalþyngd fiska í kvínni var 280 grömm.
Þessi frétt er óþægilega kunnugleg enda reglulega sagt frá rifnum netum í sjókvíum hér við land og annars staðar. Það liggur líka í hlutarins eðli að spurningin er ekki hvort net geti rifnað heldur bara hvenær það gerist.
Krafan er skýr. Eldi á laxi skal færa upp á land eða í lokaðar kvíar.