Banvænn veirusjúkdómur og massaslátrun eldisdýranna um borð í útlendu verksmiðjuskipi.
Svona er þessi iðnaður, endalaus skakkaföll, fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sem eru geymd við óviðunandi aðstæður.
Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Skv. frétt Stundarinnar:
„Fiskisjúkdómurinn blóðþorri kom upp í einni kví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði í lok nóvember og þurfti að slátra 70 þúsund löxum úr kvínni í kjölfarið. Greint var frá blóðþorranum og aðgerðum Laxa fiskeldis til að bregðast við honum í ýmsum fjölmiðlum.
Í svörum frá MAST, sem Gísli Jónsson sérgreinadýralæknir fiskisjúkdóma skrifar, segir að Norwegian Gannet hafi komið hingað til lands til að slátra úr fleiri kvíum á svæðinu í varúðarskyni. …
Notkun íslenskra laxeldisfyrirtækja á Norwegian Gannet hefur verið umdeild hér á landi þar sem skipið slátrar beint upp úr eldiskvíunum í sjónum og siglir með fiskinn úr landi. Laxinn fer því ekki til vinnslu í landi og skapar ekki störf við vinnslu hans og flutning auk þess sem sveitarfélög verða af gjöldum, meðal annars hafnargjöldum.“