Í þessari grein sem birtist 18. janúar í Morgenbladet í Noregi eru skoðaðar nýjar ráðleggingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Stofnunin birti niðurstöður sínar í nóvember 2018 og eru afgerandi. Fók á að takmarka mjög neyslu sína á feitum fiski vegna eiturefna sem eru í honum.
Lengi hefur verið þekkt að ófrískum konum er ráðlagt frá því að neyta feitra fiskafurða en samkvæmt þessum nýju niðurstöðum ætti fólk almennt frekar að borða tegundir eins og ýsu og þorsk, sem eru með mjög lágt fituinnihald en eiturefnin safnast fyrst og fremst upp í fituvef.
Greinarhöfundar eru harðorðir í garð laxeldisfyrirtækja í Noregi. Segja að þau hafi í hendi sér að hreinsa fóðrið sem fiskunum er gefið af eiturefnum, en sinni því ekki nægilega vel í sparnaðarskyni.