Fóðrinu er til dæmis blásið um mörg hundruð metra löng plaströr i kvíarnar. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund míkróplastagnirnar sem losna við þá stöðugu notkun og berast þannig með fóðrinu ofan í eldislaxinum og út í lífríkið

Í umfjöllun Fréttablaðsins.

„Plastframleiðendur vilja ekki upplýsa um eitrið sem þeir nota,“ segir Sophie, „en allra versta efnið hefur þó verið bannað, Bisphenol A, sem skapar ófrjósemi á þann veg að aðeins eitt kyn myndast en plastframleiðendur hafa einfaldlega brugðist við því með því að þróa ný efni, Bisphenol B – og munu gera svo koll af kolli,“ bætir hún við og bendir á að mörg þessara aukaefna séu mjög eitruð með langvarandi áhrif á lífríki í vatni.

Talið er að um fimm til þrettán milljónir tonna af plasti berist í hafið á hverju ári og segir Sophie þar ekkert lát á.

„Á hverri sekúndu er heilum vörubílsfarmi sturtað í hafið,“ segir hún. „Og þar á meðal er plast Íslendinga sem flutt er út til landa sem hafa engar aðrar lausnir en þessar,“ segir Sophie Jensen.