Að sjálfsögðu á að banna sjókvíaeldi nema fyrirtækin sem vilja ala lax í sjó geti tryggt að:
– enginn eldislax sleppi.
– að skólp frá starfseminni sé ekki látið fara óhreinsað beint í sjóinn. Í opnu sjókvíaeldi berst viðstöðulaust i sjóinn fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast, þungmálmar, skordýraeitur og lyf.
– að sníkjudýr og sjúkdómar berist ekki í hafið.
– að velferð eldisdýranna sé tryggð. Nú drepast um 40% eldislaxa áður en kemur að slátrun, vegna laxalúsarsmits, vetrarsára, hjartveiki og annarra illvígra sjúkdóma.
Allir sex þingmenn Pírata hafa endurflutt tillögu sína frá síðasta vetri um bann við fiskeldi í sjókvíum. Ekki er um lagafrumvarp að ræða heldur tillögu um ályktun Alþingis svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela matvælaráðherra að leggja til bann við fiskeldi í opnum sjókvíum við yfirstandandi endurskoðun laga um fiskeldi. Samhliða því skuli ríkisstjórnin efla nýsköpun og fjölbreytt og umhverfisvæn atvinnutækifæri í byggðarlögum sem byggja afkomu sína á fiskeldi í opnum sjókvíum.“ Vefmiðillinn www.bb.is segir frá þessu.
Tillagan er almenn yfirlýsing sem breytir engu um gildandi lög og verður Alþingi í framhaldinu að samþykkja sérstaka löggjöf um bannið til þess að það taki gildi. …
Flutningsmönnum hefur fækkað um einn frá því málið var síðast flutt, en þá var varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi einnig flutningsmaður. …