Nú eru norskir forstjórar í öllum þremur stóru sjókvíaeldisfyrirtækjunum.

Ótrúlega dapurlegt að við séum að móttakendur við þessum skaðlega útflutningi Norðmanna.

Ónýt tækni og ósiðir í vinnubrögðum koma beint þaðan.

Kaldvík hét áður Ice Fish Farm.

Viðskiptablaðið greindi frá forstjóraskiptunum:

Norðmaðurinn Roy Tore Rikardsen tekur formlega við sem forstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur af Guðmundi Gíslasyni um mánaðamótin, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en félagið er skráð á íslenska First North-markaðinn.

Guðmundur færir sig nú yfir í nýtt hlut­verk inn­an sam­stæðunn­ar þar sem hann mun vinna að skipu­lagn­ingu sölu afurða.

Roy Tore Rikhardsen, nýr forstjóri Kaldvíkur sem starfrækir fiskeldi á Austfjörðum. Hann hefur frá árinu 2022 verið framkvæmdastjóri laxasláturhússins Salten N950 en hafði áður verið rekstrarstjóri fiskeldisfyrirtækisins Grieg í Kanada og þar áður svæðisstjóri þess í Finnmörk.