Merkileg átök eru nú milli ráðherra innan raða ríkisstjórnar Írlands. Í harðorðu bréfi umhverfisráðherrans til ráðherra sjávarútvegsmála segir að „núverandi regluverk fyrir sjókvíaeldi hafi í för með sér áframhaldandi skaðleg og ósjálfbær áhrif á villta fiskistofna, sérstaklega laxfiska.“

Máli sínu til stuðnings bendir umhverfisráðherrann á fjölmargar írskar og alþjóðegar ritrýndar rannsóknir og segir ekki þola bið að breyta um stefnu í umgjörð sjókvíaeldis til að draga úr hættu á sleppingum eldislax úr sjókvíum því sleppifiskar úr eldi valda erfðablöndun við villta laxastofna með skaðlegum áhrifum á erfðaeiginleika þeirra og þar með afkomuhæfni auk samkeppni eldisdýranna um búsvæði og fæðu við villtu stofnana.

Írski sjávarútvegsráðherrann vill hins vegar meina að allt sé í himnalagi í þessu iðnaði.

Slík sjónarmið eru okkur Íslendingum því miður kunnugleg. Umhverfisráðherra síðustu ríkisstjórnar beitti sér til dæmis ekkert fyrir vernd villtra laxastofna. Þvert á móti gekk hann á Alþingi erinda sjókvíaeldisfyrirtækjanna, ásamt þáverandi sjávarútvegsráðherra, með þeim hætti að eftirlitsstofnun EFTA sá ástæðu til að senda báðum harðorða ákúrur. Enn er því máli ólokið því eftirlitsnefnd með framkvæmd Árósasamnings á eftir að ljúka afgreiðslu þess.

Ísland hefur verið aðili að Árósarsamningnum í rúman áratug en hann tengir saman umhverfisrétt og mannréttindi. Þar er viðurkennt að menn hafi skyldum að gegna gagnvart komandi kynslóðum. Í samningnum er skýrt kveðið á um aðgang almennings að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Allt var þetta þverbrotið af þáverandi ráðherrum umhverfismála og sjávarútvegs haustið 2018 þegar þeirr ruddu í gegnum þingið sérlögum í þágu sjókvíaeldisfyrirtækjanna á nokkrum sólarhringum.

Ólíkt írska starfsbróður sínum hefur núverandi umhverfisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, ekki haft sýnilegan áhuga á vernd villtra laxastofna. Hann mun þó þurfa að gefa upp afstöðu sína fyrr heldur en seinna því samkvæmt gildandi lögum um fiskeldi skal endurskoða þau eigi síðar en 1. maí 2024.

Þar mun reyna mjög á núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísi Svavarsdóttur, því endurskoð lög verða skrifuð í ráðuneyti hennar.

Salmon Business fjallar um málið:

A rift has emerged between Ireland’s Minister for the Environment, Eamon Ryan, and Minister for the Marine, Charlie McConalogue, over the country’s aquaculture licensing regime.

“Our current regulatory system for aquaculture is giving rise to ongoing detrimental and unsustainable impacts on wild fish stocks particularly salmonids,” Ryan said in a letter to McConalogue.

“The vast weight of peer-reviewed and published scientific studies, both in Ireland and internationally, demonstrate clearly that the undeniable detrimental impacts of sea lice emanating from fish farms on the survival of wild salmonids is unacceptably high and is a significant factor in the decline of wild stocks,” he added.

In the letter, Ryan called for “an urgent requirement to mitigate, within aquaculture policy, the threat of introgression from escaped farmed fish with wild fish and the very real detrimental impacts on the genetic integrity, fitness, life cycle and from competition for habitats and food.”

McConalogue rebuffed the criticism from Ryan, claiming that the current regulatory system “is fully compliant with all of the State’s obligations in relation to the environment” Officials take the “fullest consideration of all potential environmental impacts in advance of any decision to grant an aquaculture licence,” McConalogue added.

Specifically on the issue of sea lice, McConalogue was clear that the country’s monitoring of sea lice has been recognised by the European Commission as “representing best practice.”

“There is an absence of clear evidence exclusively linking sea lice with high mortality rates,” McConalogue said, dismissing Ryan’s claims for failing to cite specific studies and claiming that the actual impact of sea lice on wild salmonids “is not fully quantified.”

McConalogue added that “the inspection regime is totally independent of the industry, data obtained from these inspections is published and made widely available, and treatment trigger levels are set at a low level.”

The letters were obtained by Salmon Watch Ireland via a Freedom of Information Request. The group has been calling for an overhaul of the salmon farm licensing regime, with the group’s directing claiming it shows “an astonishing difference of opinion between two Government departments.”

In its response, the Marine Institute stated that it “is fully engaged in the process of providing scientific advice as part of the regulatory system in place in the licensing of aquaculture. The function of this is to develop the aquaculture industry in a sustainable way.”