Meðvirkni opinberra stofnana með þessum skaðlega og grimmdarlega iðnaði verður að fara að linna.

Frétt Morgunblaðsins:

And­stæðing­ar sjókvía­eld­is segja full­yrðingu Mat­væla­stofn­un­ar í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins, um að ekk­ert bendi til ann­ars en að leyfi verði gefið út til lax­eld­is í Seyðis­firði, al­var­lega.

Full­yrða þeir að bæði skipu­lag og fram­kvæmd séu hald­in veru­leg­um ágöll­um sem skera þurfi úr um hvort stand­ist kröf­ur laga áður en hægt sé að full­yrða nokkuð um mögu­leg­ar leyf­is­veit­ing­ar.

Seg­ir þar jafn­framt að ekki hafi verið skorið úr um fjöl­mörg álita­mál er varða ný­lega leyf­is­veit­ingu stofn­un­ar­inn­ar til sjókvía­eld­is á Vest­fjörðum. Liggja þau hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is og auðlinda­mála.

„Eru al­var­leg­ir ágall­ar meðal ann­ars fólgn­ir í því að ekki er búið að taka til­lit til þeirr­ar ógn­ar við fjar­skipta­ör­yggi sem fyr­ir­huguðu sjókvía­eldi fylg­ir vegna svo­kallaðs Faricestrengs sem ligg­ur um Seyðis­fjörð og er grund­völl­ur þriðjungs fjar­skipta­ör­ygg­is Íslands við um­heim­inn og enn stærri hluti af fjar­skipta­neti Fær­eyja,“ seg­ir m.a. í til­kynn­ing­unni.

„Hafa um­sagn­ir fé­lags­ins Farice ehf. sem er í rík­is­eigu þannig verið hunsaðar af yf­ir­völd­um en þar kem­ur fram að nauðsyn­legt sé að breyta fjar­skipta­lög­um til að tryggja ör­yggi strengs­ins ef af fyr­ir­huguðu eldi í Seyðis­firði verður.“