Eldislax heldur áfram að sleppa í stórum stíl úr sjókvíaeldi austan hafs og vestan. Tilkynnt hefur verið um að 23 þúsund laxar sluppu úr sjókvíum í eigu Cermaq við Chile, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló. Á sama tíma berast fréttir um að milli fimm og tíu þúsund eldislaxar í sláturstærð hafi sloppið úr sjókvíum í eigu norska félagsins Knutshaugfisks við eyjuna Hitra, sem er skammt frá Þrándheimi.
Þetta er sagan endalausa. Fiskur sleppur úr sjókvíum og skaðar náttúruna. Það er einfaldlega staðreynd.