Það er athyglisvert að nú er svo komið að þarna eru fyrst og fremst norsk félög að sýsla með sín á milli hluti í starfsemi sem byggir alfarið á aðgengi að náttúruauðlindum hér á landi. Engin gjöld eru þó lögð á þá nýtingu. Samkvæmt frétt Stundarinnar:

„Norski laxeldisrisinn Salmar ASA, stærsti hluthafi Arnarlax, hefur hafið tilraunir til að kaupa upp allt hlutafé annarra hluthafa Arnarlax. Sökum þess að Salmar á orðið meirihluta hlutafjár í félaginu eftir nýleg uppkaup á samtals rúmlega 12 prósent hlutafjár af félögunum Fiskisundi og Tryggingamiðstöðinni er Salmar skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra í félaginu. Um þetta er fjallað í tilkynningu frá Salmar AS til norsku kauphallarinnar sem birt var í morgun.“