Staða baráttunnar gegn laxeldi í opnum sjókvíum er ótrúlega sterk. Viðhorf fólks er stöðugt heilt yfir og hlutfallstölur hreyfast lítið milli ára: 64,1% þjóðarinnar er á móti þessari skaðlegu starfsemi, aðeins 13,5% styðja hana.

Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi
– í öllum aldurs- og tekjuhópum
– meðal karla og kvenna
– í öllum kjördæmum

Andstaðan er yfir 60% meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks, þar sem hlutfallið er jafnt, og Framsóknarflokksins en þar er þó andstaðan afgerandi meiri en stuðningurinn:

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa rúmt umboð frá stuðningsfólki til að setja löggjöf sem kemur í veg fyrir að íslensk náttúra og lífríki skaðist meira en nú þegar hefur gerst af völdum sjókíaeldisfyrirtækjanna.

Svona er afstaðan eftiir flokkslínum:

Samfylkingin

  • 80% neikvæð
  • 5% jákvæð
  • 15% hvorki né

Viðreisn

  • 70% neikvæð
  • 5% jákvæð
  • 25% hvorki né

Flokkur fólksins

  • 70% neikvæð
  • 14% jákvæð
  • 26% hvorki né

Miðflokkurinn

  • 63% neikvæð
  • 29% jákvæð
  • 8% hvorki né

Framsóknarflokkurinn

  • 40% neikvæð
  • 28% jákvæð
  • 31% hvorki né

Sjálfstæðisflokkurinn

  • 35% neikvæð
  • 35% jákvæð
  • 30% hvorki né

Aðrir flokkar

  • 78% neikvæð
  • 0% jákvæð
  • 22% hvorki né

Sértstaka athygli vekur mikil andstaða á Norðausturlandi. Þar er nú þegar umfagsmikið sjókvíaeldi á Austfjörðum. Því til viðbótar hefur fyrirtækið Kleifar sótt hart að koma sjókvíum í Eyjafjörð, en yfirgnæfandi hlutfall íbúa á svæðinu hefur augsýnilega engan áhuga á að það verði að veruleika.

  • 68% neikvæð
  • 10% jákvæð
  • 22% hvorki né

Fjallað er um könnunina á Vísi.is og rætt við Jón Kaldal:

„Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.

„Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ …

„Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón.

„Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“