Útskýringarnar hjá Arctic Fish á því sem fyrirtækið klúðraði taka stöðugum breytingum.
Hvernig skildi standa á því?
Heimildin greinir frá síðustu útgáfu eftiráskýringa Arctic Fish:
Laxeldisfyritækið Arctic Fish segir að laxalúsafaraldurinn hjá fyrirtækinu í fyrra og afdrifarík slysaslepping tengist með beinum hætti. Arctic Fish segir að „áskoranir“ vegna laxalúsarinnar hafi leitt til slysasleppingar á 3500 eldislöxum í fyrrasumar sem svo syntu upp í laxveiðiár víða um landið. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Arctic Fish fyrir síðasta ár. Þessar skýringar á slysasleppingunni, sem leiddi til fjöldamótmæla á Austurvelli og lögreglurannsóknar, hafa ekki áður komið fram.
Orðrétt segir um þetta í ársreikningi Arctic Fish:
„Auk þess leiddu áskoranir út af smiti vegna laxalúsar um sumarið og haustið til slysasleppingarinnar í kvíastæði okkar í Kvígindisdal í ágúst.“ Á öðrum stað í ársreikningnum segir orðrétt: „Áskoranir vegna lúsasmits leiddu til slysasleppingar í Kvígindisdal í ágúst.“