Ný heimildarmynd eftir Óskar Pál Sveinsson verður frumsýnd á Akureyri 6 nóvember!

Að lokinni sýningu verða umræður um efni hennar með frambjóðendum og kjósendum í Norðausturkjördæmi.

Eftir frumsýningu á Akureyri og svo hringferð um landið með viðkomu í öllum kjördæmum þar sem myndin verður sýnt og umræður á eftir með frambjóðendum til Alþingis og kjósendum á hverjum stað.

Gríðarlega mikilvægt er að íbúar um allt land átti sig á því sem er í húfi, hvaða leiðir er verið að skoða í Noregi til að vinda ofan af skaðanum þar og hvað þarf til að forða því að eins fari hér.

Um myndina
Í júní á þessu ári fyrirskipaði Umhverfisstofnun Noregs lokun 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs vegna skaðans sem sjókvíaeldi á laxi og loftslagsbreytingar hafa valdið á villtum laxastofnum.

Á einu augnabliki hvarf stór hluti lifibrauðs fjölskyldna sem hafa byggt afkomu sína á hlunnindum af stangveiði í marga ættliði. Í myndinni eru viðtöl við eigendur norskra laxáa, sem tekin voru nokkrum dögum eftir að fótunum var kippt undan tilveru þeirra, og fólk í sveitum Íslands um þá framtíð sem mögulega bíður þess og fjölskyldna þeirra.

Frumsýning á Akureyri og svo hringferð um landið með viðkomu í öllum kjördæmum þar sem myndin verður sýnd og umræður á eftir með frambjóðendum til Alþingis og kjósendum á hverjum stað.

Gríðarlega mikilvægt er að íbúar um allt land átti sig á því sem er í húfi, hvaða leiðir er verið að skoða í Noregi til að vinda ofan af skaðanum þar og hvað þarf til að forða því að eins fari hér.