Enn og aftur er allt á kafi í lús hjá Arctic Fish og Arnarlaxi.

Þessi aðferð sem sagt er frá í frétt Morgunblaðsins er ömurlegar pyntingar fyrir eldislaxana. Skipið sýgur þá upp úr sjókvíunum og skellir þeim í heitt bað og svo er þeim dælt aftur til baka.

Lax vill ekki vera í heitu vatni og öll þessi meðferð fer illa með fiskana.

Stóran hluta af dauða eldislaxa í Noregi má rekja til þessarar grimmdarlegu aflúsunaraðferðar.

Fjallað var um málið í Morgunblaðinu

Norsk­ur brunn­bát­ur, Ronja Strand, er nú á Tálknafirði og er þar notaður við aflús­un á laxi. Um borð í bátn­um eru tæki þar sem heit­ur sjór renn­ur í gegn og þannig er lax­inn hreinsaður af lús sem get­ur verið mjög hvim­leið.

Á föstu­dag­inn var verið að hreinsa fisk í kví­um Arctic Fish en áhöfn­in mun einnig vinna fyr­ir Arn­ar­lax sem sömu­leiðis er með eldi vestra…